gleðilega páska...... (þó að þeir séu eiginlega á enda)
þetta voru hinu fínustu páskar sem ég eyddi í faðmi fjölskyldu og vina og djamms, þrátt fyrir fyrri fyrirheit um að stunda ekki slíkt soralíferni.....Hvað um það. páskarnir í ár liðu frekar áfallalaust og ég fékk 2 páskaegg, eitt no5 og eitt no4, ég er alveg að verða búin með no5 en er ekki búin að opna no4; ég hafði séð fyrir mér að það gæti verið nartið í prófatörninni sem fer að hefjast.
í þessu páskafríi var ég með planaða dagskrá frá 8 a.m til 10 p.m. á hverjum degi en allt kom fyrir ekki; það stóðst einn dagur af planinu og hinir fóru bara í tjill.....einmitt það, Háskóla lífið er svo "krefjandi og erfitt"; maður bara tekur sér viku í frí; skemmtilegt að sjá einkunnirnar í maí...
ég kíkti rétt aðeins út á föstudaginn og lenti í svolitilu spes (eins og svo oft áður). það komu 3 stelpur sem ég þekkti þegar ég var yngri og gáfu sig á tal við mig. fyndan við þetta er það að ég er oft búin að rekast á þær en þær virtust aldrei kannast við mig eða muna eftir mér þannig að ég nennti ekki að vera að stökkva á þær í einhverju hææææææ, hva segiru; ég bara labbaði framhjá og brosti út í annað.
EN á good friday koma þessar 3 stelpur að mér í sitthvoru lagi og byrja allar á því að segja: hæ Sigga Dögg, mig er búið að langa að tala við þig svo lengi, ég er alltaf að sja þig....og svo fara þær að tala um að við ættum nú að fara að spjalla....
rosa gaman að hitta þessar stelpur og ég væri meira en lítið til í að spjalla en bara svoldið spes svona allt á einu kvöldi og ekki nóg með það að ég ógni karlmönnum heldur virðist ég líka ógna kvenmönnum.....Sigga lætur sér ekki nægja helminginn, nei hún ógnar öllum.
það er nú ekki eins og ég sé þekkt fyrir annað en kammóheit við stelpur sem voru vinkonur mínar; eða hvað? ég hef nú oft haft einhverjar kannski brenglaðar hugmyndir um endurfundi hinna og þessara gamalla vinkvenna en ég bjóst ekki við að þær bara forðuðust mig...
ég þarf alvarlega að fara að skoða þetta mál nánar.
í gær kíkti ég til Önnu Rakelar og Vignis í smá kósíheit fyrir djammið; merkilegt nokk, þegar ég fer út með Önnu Rakel þá er engin svona æææii ég er ekki sæt...ég er feit...koplexar í gangi, allt annað en reyndar; sem er nokkuð merkilegt þar sem að hún er gyðja. alltaf gaman að fara út með henni.....
þrátt fyrir þetta og hennar excellent presence þá breyttist ég jeanie garofolo þegar hún var í Truth about cats and dogs, í gær. flipp kvöldsins hjá mér, önnu og frey var að fara inn á Thorvaldsens þar sem að kjánakeppnin hófst; 5 stig fyrir að heilsa einhverjum inni, 10 stig fyrir meira en hæææ og 15 stig fyrir að þekkja starfsmann. Ótrúlegt en satt þá rökuðum við saman stigunum þarna inni . ég samt eiginlega vann keppnina þarna inni þar sem að ég tók áskorunina og fór og reyndi við gamlan og feitan kall...skemmtilegt....stefnan var svo tekin á Hressó þar sem ég vann mér inn stóran bjór eftir að Freyr manaði mig til að reyna við einhvern Krumma look alike....ég var on fire gott fólk.
eftir öll þessi herlegheit og leiðinlega tónlist lá leiðini heim, á Prikið. ég var ekki alveg nógu stemmd þar sem að garofolo syndrome hafði komið upp fyrr um kvöldið....ég settist upp á barborðið á frekar troðnu Prikinu og leit yfir hópinn og sá deit vonbrigði seinasta árs samankomin, allt annað en spes. þetta algerlega setti mig over the edge ásamt litlu kommenti frá sætum strák..; "hvað heitir þarna sæta vinkona þin...?"
ég fór heim, ég meira að segja labbaði Skólavörðustíginn og hringdi í alla vini mína í útlöndum og engin svaraði...þeir voru eflaust að tala við vinkonu mína...hmmm....
mér finnst ég lifa í svona Ground hog day nema hvað nú í alvörunni er ég ekki að nenna að standa í þessu rugli...ég er meira að segja farin að fá línur eins og þú hittir einhvern úti; það er einvher sem er að bíða eftir þér....bla bla bla; mig langar bara að kyssa froska, ég er ekkert að biðja um einhvern prins.
alveg sko, ég er stelpan í símanum.. sjálfsálitið alveg went thru the roof.
reyndar virðist ég vera komin með "deit" ef svo má kalla í bryllupið hennar Elsu sem og formlega beiðni um að vera veislustjóri; ég er að plana ferð í designer búð fyrir átfitt fyrir atburðinn.....get ekki beðið....
stelpan fer af landinu eftir......47 daga........
gotta jet, vala er á leiðinni og við ætlum að reyna að vera duglegar og læra......
ef ég mætti kvóta Alice Cooper þá get ég ekki beðið eftir að heyra; schools out for summer!!!
tjá tjá
siggu sem langar til Indlands
mánudagur, mars 28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
haha, "hvað heitir þarna sæta vinkona þín?" Story of my life, sister ;)
Skrifa ummæli